-
Starfsfólk utan deilda
Magnea Hafberg
Leikskólastjóri
Magnea er leikskólakennari með framhaldsmenntun í stjórnun. Magnea tók við sem leikskólastjóri í september 2019. Hún hefur unnið alla sína ævi í leikskólageiranum, sem leikskólastjóri og deildarstjóri. Hún hefur unnið hér á landi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S. 5111125 / 6959824
Anna Björk Marteinsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri
Anna Björk hóf störf í leikskóla árið 1998 og hefur unnið samfleytt síðustu tuttugu ár bæði í leikskólanum og grunnskólanum. Útskrifaðist með BE.d í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands árið 2008. Árið 2019 hóf hún meistaranám við Háskóla Íslands í starfstengdri leiðsögn og kennsluþjálfun. Anna Björk er að koma hingað frá leikskólanum Aðalþingi í Kópavog þar sem hún hefur starfað síðustu átta ár. Í vetur mun Anna Björk starfa sem aðstoðarleikskólastjóri í 100 % stöðu.
Símanúmerið hjá Önnu Björk er
5111125 / 6647320
Hulda Katrín Stefánsdóttir
Verkefnastjóri
Hulda er með Ba- gráðu í Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún er með IPMA vottun í verkefnastjórnun samkvæmt D stigi. Hulda er verkefnastjóri í 50% stöðu. Hún sér um vefsíðu Klambra og upplýsingtæknimál í leikskólastarfi. Hulda er einnig í 50% stöðu inn á Teig.
Gunnhildur Heiða Axelsdóttir
Sérkennslustjóri
Gunnhildur hóf störf sem sérkennslustjóri í hálfu starfi í september 2019. Hún hefur áralanga reynslu og hefur lengi vel rekið sína eigin ráðgjafaþjónustu við fjölskyldur.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S. 5111125
Alessandro Cernuzzi
Leiðbeinandi Alessandro er upprunalega frá norður Ítalíu og hefur bæði menntað sig og starfað hér á landi. Hann er með meistarapróf í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Alessandro er í 50% stöðu sem tónlistarkennari á öllum deildum. Hann stundar nám í Kennslufræðum við Háskóla Íslands.
Bjartmar Leósson
Flakkari
Vinnur sem afleysing, flakkar á milli deilda. Bjartmar hefur unnið á leikskóla síðan 2004 og hóf störf á Klömbrum haustið 2019. Bjartmar er mikill áhugamaður um að koma stolnum reiðhjólum í réttar hendur og hefur fengið nafnið Hjólahvíslarinn.
Marta Wielewicka
Leikskólakennari
Marta er með Ba gráðu í leikskólafræðum frá Háskólanum í GDansk. Hún hefur unnið sem kennari í Tungumálaskólum í Póllandi að kenna ungum börnum ensku. Hún hóf störf á Klömbrum haustið 2019. Marta er okkar tengiliður við pólskamælandi foreldra í leikskólanum.
Marta er í fæðingarorlofi.
Elma Rún Þráinsdóttir
Deildarstjóri
Elma Rún er með B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Elma Rún hóf störf á Klömbrum haustið 2016 og hefur unnið á öllum deildum. Elma er deildarstjóri á Teigi. Elma er í fæðingarorlofi.
Uma Karlsdóttir
Leikskólaliði
Uma er lærður leikskólaliði. Hún hóf störf á Klömbrum á haustönn 2019. Uma er í fæðingarorlofi.
Helga Maren Pálsdóttir
Byrjaði að vinna á Klömrum í mars 2018 en var þá í sérkennslu.
Helga Maren er með B.Sc. í sálfræði frá HR. Helga Maren er í veikindaleyfi.
Jónína Lárusdóttir leikskólastjóri í leyfi
Jónína útskrifaðist sem leikskólakennari frá Uppsala Universitet í Svíþjóð 1981
Jónína lauk meistaranámi til Magister Educationis gráðu, 2006 og Master of Business Administration (MBA), 2008. Jónína hefur leyfisbréf leikskólakennara og grunnskólakennar.
Jónína hefur starfað hjá leikskólum Reykjavíkur frá árinu 1982 sem deildarstjóri og leikskólastjóri bæði í Arnarborg, Fálkaborg og í Klömbrum frá árinu 2011. Jónína hefur verið stundakennari við Háskólann á Akureyri, leiðbeinandi á námskeiðum í Fósturskóla Íslands, verkefnisstjóri og ráðgjafi hjá Garðabæ 2001, Bessastaðahreppi 1997 og hjá leikskólum Ríkisspítal árið 1995. Jónína hefur haldið námskeið og fyrirlestra um stjórnun leikskóla og unnið að þróunarverkefnum í leikskólum. Rit: Gæðakerfi í leikskóla (1994), Gæðastjórnun og gæðakerfi fyrir leikskóla (1996), Skilgreining leikskólakennara á árangursríku leikskólastarfi (2006).
-
Starfsfólk Hlíð
Ingibjörg Ingvadóttir
Deildarstjóri
Ingibjörg er lærður leikskólaliði. Hún hefur unnið á leikskólum um árabil. Hún hóf störf í Klömbrum í apríl 2016.
Barbara Olga Horyn
Grunnskólakennari
Barbara er grunnskólakennari með mastersgráðu í útikennslu barna. Hún er pólsk að uppruna en hefur búið erlendis stóran hlutann af ævi sinni. Hún hefur unnið sem útikennari í Kína, Bandaríkjunum, Svalbarða og Grænlandi. Hún er líka lærður leiðsögumaður og hefur starfað sem slíkur á Svalbarða og á Grænlandi. Barbara er að taka doktorsnám í ferðamálafræði með vinnu og verður í 80% vinnu með skóla.
Guðný Skúladóttir
Guðný er með Bs í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. Hún vann í ferðamálaiðnaðnum áður hún kom til okkar. Guðný hóf störf á Klömbrum í ágúst 2020.
Sara M. Harðardóttir
Leikskólaleiðbeinandi
Sara er að klára mannfræði við Háskóla Íslands með vinnu. Hún hefur unnið í leikskóla í Kópavogi og sem frístundaleiðbeinandi. Sara hóf störf á Klömbrum í desember 2020.
Sigurður Ingi Hjartarson
Starfsmaður
Sigurður er stúdent frá Fjölbrautaskólanum Norðurlands Vestra. Hann byrjaði á Klömbrum í febrúar 2020.
-
Starfsfólk Holts
Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir deildarstjóri
Deildarstjóri
Ragnheiður útskrifaðist með B.A. próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði árið 2010 frá Háskólanum að Bifröst. Hún mun útskrifast sem leikskólakennari árið 2021 og er auk þess með M.a. í menningarfræði. Ragnheiður hóf störf í Klömbrum í janúar 2014.
Kristín Þóra Gunnlaugsdóttir
Kristín Þóra er komin aftur heim á Klambra. Hún var að vinna hjá okkur frá 2013-2015. Kristín Þóra er í námi í Uppeldis og menntunarfræði í Háskóla Íslands. Hún er 50% stöðu inn á Holti með skóla í vetur.
Friederike Börner
Leiðbeinandi.
Frikka er með Ba- gráðu í ensku og þýsku frá Háskólanum í Potsdam, Þýskalandi. Hún vann sem ensku og þýskukennari leikskólum í Japan í sjö ár. Frikka kemur hingað á Klambra með fulla vasa af reynslu og áhuga að læra íslensku. Hún byrjaði á Klömbrum ágúst 2020.
Signý Sigurðardóttir
Starfsmaður
Signý hóf störf á Klömbrum í September 2018.
-
Starfsfólk Túns
Anna Björk Marteinsdóttir
Deildastjóri
Anna Björk hóf störf í leikskóla árið 1998 og hefur unnið samfleytt síðustu tuttugu ár bæði í leikskólanum og grunnskólanum. Útskrifaðist með BE.d í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands árið 2008. Árið 2019 hóf hún meistaranám við Háskóla Íslands í starfstengdri leiðsögn og kennsluþjálfun. Anna Björk er að koma hingað frá leikskólanum Aðalþingi í Kópavog þar sem hún hefur starfað síðustu átta ár. Í vetur mun Anna Björk starfa sem aðstoðarleikskólastjóri í 100 % stöðu.
Símanúmerið hjá Önnu Björk er
5111125 / 6647320
Áslaug Davíðsdóttir
Stuðningur
Callie Grace Mcdonald
Stuðningur
Máni Emeric Primel
Starfsmaður
Máni er með sveinprófí húsgagnasmíði frá Tækniskóla Íslands. Hann stundar söngnám í Söngskóla Sigurðar Demetz. Máni hefur mikinn áhuga á tónlist og mun örugglega smita börnin á Klömbrum af tónlistaráhuga sínum. Hann var áður að vinna í leikskóla í Kópavogi. Máni hóf störf í ágúst 2020.
-
Starfsfólk Teigs
Ingibjörg Baldursdóttir
Deildarstjóri
Inga er lærður leikskólaliði og hefur unnið á leikskóla síðan 2002. Inga byrjaði að vinna á Klömbrum í október 2008. Inga er deildarstjóri á Teigi.
Andri Már Sigurðsson
Lærimeistari
Andri Már er stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Hann er að klára viðskiptafræði í Háskóla Íslands með vinnu. Andri hóf störf á Klömbrum í október 2019.
Delmis Yesenia Arias
Leiðbeinandi
Delmis er með BS gráður í tölvunarfræði frá Háskólanum í Honduras. Hún hefur unnið sem grunnskólakennari og leiðbeinandi í Háskóla. Hún byrjaði á Klömbrum ágúst 2019. Delmis er okkar tengiliður við spænskumælandi foreldra á Klömbrum.
Hulda Katrín Stefánsdóttir
Leiðbeinandi
Hulda er með Ba- gráðu í Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún er með IPMA vottun í verkefnastjórnun samkvæmt D stigi. Hulda hefur starfað leikskóla frá árinu 2012 og byrjaði hér á Klömbrum ágúst 2015. Hulda er í 50% starfi sem verkefnastjóri upplýsingatæknimála og 50% sem starfsmaður á Teigi.
-
Starfsfólk eldhúss
Diana Kristhel Sastre De La Cruz
Diana hóf störf á Klömbrum byrjun árs 2019.