Storyteller template

Menu
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Leikskólastarf
    • Eldhús
    • Deildir
      • Teigur
      • Tún
      • Holt
      • Hlíð
    • Starfsfólk
    • Grænfáni
    • Fréttir
    • Velkomin á Klambra
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
    • Foreldrasamstarf
  • Myndasafn

Storyteller template

Háteigsvegur 33, 105 Reykjavík
  Sími :411-3970

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Leikskólastarf
    • Eldhús
    • Deildir
      • Teigur
      • Tún
      • Holt
      • Hlíð
    • Starfsfólk
    • Grænfáni
    • Fréttir
    • Velkomin á Klambra
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
    • Foreldrasamstarf
  • Myndasafn
  • Banner
    Teigur Tún Holt Hlíð Matseðill

Hagnýtar upplýsingar

  • Aðlögun
  • Afmæli
  • Börn og svefn
  • Fatnaður
  • Hve langt er sumarfrí barna?
  • Leikskóladagatalið 2020-21
  • Lyfjagjöf á leikskólatíma
  • Opnunartími leikskólans
  • Slys á börnum
  • Starfsáætlun
  • Aðlögun

    Í upphafi leikskólagöngu þarf að gefa barninu góðan tíma til að aðlagast leikskólanum.
    (Aðalnámskrá leikskóla 2011, Menntamálaráðuneytið)

    Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess. Allt er framandi og ókunnugt og því er mikilvægt að vel sé staðið að aðlögun. Hvernig til tekst í byrjun getur haft áhrif á líðan barnsins seinna í leikskólanum.

    Á meðan á aðlöguninni stendur er mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma til að kynnast starfsfólki leikskólans og því starfi sem þar fer fram. Einnig að starfsfólk kynnist foreldrum og að foreldrar kynnist innbyrðis. Í aðlögun er lagður grunnur að góðu foreldrasamstarfi.

    Aðlögun í Klömbrum er þátttökuaðlögun og byggist á þeirri hugmynd að börnin og foreldrarnir séu að læra að vera í leikskólanum og nái að kynnast honum saman. Aðlögunin fer þannig fram að foreldrar eru með börnum sínum aðlögunartímann í leikskólanum í fjóra daga og taka fullan þátt í starfseminni á meðan. Þetta form byggist m.a. á þeirri trú að foreldrar smiti eigin öryggiskennd, forvitni og spennu yfir þessum nýju aðstæðum til barna sinna. Með því að foreldrar taki fullan þátt frá fyrsta degi öðlast þeir öryggi yfir dagsskipulaginu og því sem á sér stað í leikskólanum. Þeir kynnast ekki bara starfsfólki, heldur öðrum börnum, foreldrum og því sem á sér stað í leikskólanum. 

    Markmiðið er að skapa trúnað og traust á milli foreldra og starfsfólks sem er grundvöllur fyrir áframhaldandi foreldrasamstarfi.

    Nauðsynlegt er að hafa í huga að þó að aðlögunin miðist við þrjá daga þá er hver einstaklingur sérstakur og sumir gætu þurft lengri tíma með foreldrum eða styttri fyrstu daga að lokinni aðlögun með foreldrum. 

    Fyrsti dagur: kl. 9:00-11:45 (borða hádegismat).

    Annar dagur: kl. 9:00-14:40 (hádegismatur + hvíld + kaffitími).

    Þriðji dagur: kl:8/9-15:30 (morgunmatur + hádegismatur + kaffitími).

    Fjórði dagur: kl:8/9-15:30 (morgunmatur + hádegismatur + kaffitími).

    Fimmti dagur: Foreldri kveður fljótlega og barnið heldur á vit ævintýranna :) 

    Lesa ··>

  • Afmæli

    Afmælisdagur er stór dagur í lífi barnsins og haldið er upp á hann í leikskólanum. Afmælissöngurinn er sunginn og afmælisbarnið er í brennidepli þennan dag. Það fær afmælisdisk og afmælisglas til þess að nota í matartímum. Á vinafundi á föstudögum eru afmælisbörn vikunnar kölluð upp, þau fá skikkju og allir syngja afmælissönginn. Það er því óþarfi að koma með góðgæti á afmælisdag barnsins. Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri hverrar deildar fyrir sig. 

    Það á ekki að setja boðskort í afmælisveislur í hólf barnanna, sé ætlunin ekki að bjóða öllum á deildinni. Hægt er að tala við deildarstjóra og fá tölvupóstföng nemenda á deildinni. 

    Lesa ··>

  • Börn og svefn

    Margir foreldrar leggja mikið á sig til þess að minnka miðdegissvefn barna sinni í góðri trú um að það sé nauðsynlegt til þess að barnið sofni fyrr á kvöldin.

    Margar rannsóknir sýna að um helmingur foreldra reyna að minnka eða hindra það að barnið sofni eftir hádegi eða vekja barnið í miðjum svefni því þeir óttast það að ef barnið sofi eftir hádegi þá eyðileggi það nætursvefninn. En samkvæmt Vibeke Mannische lækni og rithöfundi bókarinnar Børns søvn-din lille sovetryn (Svefn barna-litla svefnburkan þín) er hádegissvefninn mjög mikilvægur til þess að barnið fái góðan nætursvefn. Fái barn ekki hádegissvefn verður það orðið mjög þreytt seinni hluta dags og aukning verður á stresshormóninu kortisol, sem undir eðlilegum kringustæðum minnkar á næturnar og eykst svo að morgni til. Þegar barnið verður of þreytt eykst stresshormónið sem þýðir það að barnið á erfiðara en annars með að sofna. Þegar barnið er orðið mjög þreytt veldur það stressi og stresshormóna magnið eykst fyrir svefninn sem þýðir að barnið á erfiðara með að sofna. Mikilvægt er að skoða hversu margra klukkutíma svefn barnið er að fá í heild á sólarhring.

    Foreldrum hættir til að vanmeta svefnþörf barna og oft hafa börn þörf fyrir meiri svefn en þau fá. Hádegissvefn er náttúruleg þörf og hluti af heildarsvefnþörf barns á sólarhring. Vibeke bætir því við í bókinni sinni um svefn barna, að meira að segja börn allt upp að 5 ára aldri geta haft þörf fyrir svefn eftir hádegi vegna uppsafnaðs langtíma skorts á svefni.

    Samkvæmt Vibeke er hádegissvefninn jafn mikilvægur og matur og ekki æskilegt að vekja barn í miðjum svefni. Hún líkir því við það að taka matardiskinn frá barni þegar barnið er búið að borða helminginn af matnum sínum. Þegar barnið er vakið eftir t.d. klukkustund þá er barnið í miðjum djúpsvefni og það hefur óæskileg áhrif á líðan barnsins í leik og starfi, það verður stressað , pirrað , og órólegt sem hefur áhrif á samskipi þess við börn og fullorðna.

    Hádegissvefn barna er líka oft kærkomin hvíld frá annríki, hávaða og stressi sérstaklega í leikskóla umhverfi.

    Hér kemur listi yfir svefnþörf barna eftir aldri:

    6-12 mánaða börn 14-15 tímar

    1-3 ára börn 12-14 tímar

    3-6 ára börn 10-12 tímar

    Þýtt af Sæunni Elfu Pedersen úr danskri grein eftir Vibeke Mannische.

    Lesa ··>

  • Fatnaður

    Mikilvægt er að fatnaður barnanna sé þægilegur og að börn séu klædd eftir veðri. Veður er rysjótt á Íslandi og þess vegna er best að vera við öllu búin. 
    Nauðsynlegt er að barnið hafi með sér aukafatnað og mikilvægt er að allt sé merkt.
    Í leikskólanum vinnum við með ýmis efni, s.s. liti, lím og málningu og gott er að foreldrar séu meðvitaðir um að þetta getur farið í föt barnanna.  
    Þau börn sem nota bleyju koma með þær að heiman.

    Á hillu fyrir ofan hólf barnsins í fataherberginu er kassi merktur því.  Kassann köllum við Hlaðgerði og er foreldrum er bent á að yfirfara fatnað bæði í Hlaðgerði og hólfi fyrir hvern dag. Við viljum einnig vekja athygli á því að tæma á hólf og snaga í lok dags á föstudögum. Fötin í Hlaðgerði þarf ekki að taka með heim nema eftir þörfum. 

    Eftirfarandi á alltaf að vera í Hlaðgerði.

    Útiföt og aukaföt:

    Yfir sumartímann: Þunn húfa, peysa, vettlingar (pollaföt og stígvél í hólfi). 

    Yfir vetrartímann: Húfa, tvennir vettlingar, hlýir ullarsokkar og þykk peysa.

    Hangandi í hólfi: Kuldagalli, pollaföt, stígvél og kuldaskór.  

    MERKJA SKAL ÖLL FÖT BARNANNA VEL, LÍKA STÍGVÉL OG SKÓ 😊

    Þeim tilmælum er beint til foreldra að setja í hólfið á morgnana það sem þeir telja að barnið ætti að nota þann dag og hengja þau föt upp. Með þessu móti eykst sjálfstæði barnanna því þá geta geta þau klætt sig sjálf án þess að þurfa að biðja starfsfólk um að ná í fötin í kassann sem er hátt uppi á hillu. Þetta á sérstaklega við um eldri börnin. Við lítum sem svo á að allt það sem er í hólfinu má barnið nota. Ekki er í boði að koma með úlpu sem á bara að nota til heimferðar. 

    Í fatakörfunni inni á deild þurfa að vera: 

    Nærbuxur, sokkabuxur, sokkar, buxur, nærbolur, langermabolur.

    Lesa ··>

  • Hve langt er sumarfrí barna?

    Sumarlokun er 4 vikur samfellt oftast í júlí.

    Öll börn þurfa að taka 4 vikur samfellt í frí samkvæmt lögum. 

    Vinsamlegast látið deildarstjórann ykkar vita ef börnin eru í lengra fríi en á lokunartíma leikskólans.

    Sumarlokun 2020 er frá og með 8. júlí klukkan 13:00. Fyrsti opnunardagur eftir sumarfrí er 6. ágúst klukkan 13. 

    Gleðilegt sumar 😊

    Lesa ··>

  • Leikskóladagatalið 2020-21

    Hér má sjá leikskóladagatal skólaársins 2020-2021

    Klambradagatal-2020-2021.xls

     

    Lesa ··>

  • Lyfjagjöf á leikskólatíma

    Ef börn í leikskóla þurfa á lyfjum að halda ber að haga lyfjagjöf þannig að lyfin séu gefin heima en ekki í leikskólanum. Undantekning á þessu eru astmalyf.

    Lesa ··>

  • Opnunartími leikskólans

    Leikskólinn er opinn alla virka daga frá kl 07:30 til kl. 16:30.

    Af gefnu tilefni viljum við minna foreldra á að virða vistunartíma barnanna, ekki koma með börnin of snemma og ekki sækja of seint.

    Ef vistunartíminn er ekki nógu rúmur fyrir foreldra er í flestum tilfellum einfalt að breyta honum á reykjavik.is

    Starfsmenn eru ráðnir og raðað niður eftir skráðum vistunartíma þannig að það er áríðandi að hann standist.

    Lesa ··>

  • Slys á börnum

    Ef barn veikist eða verður fyrir slysi höfum við samband við foreldra.

    Náist ekki í þá eða ef um alvarlegt slys er að ræða er farið með barnið beint á slysadeild eða heilsugæslustöð.
    Öll slys sem verða á leikskólanum eru skráð á tiltekið eyðublað sem er geymt.

    Lesa ··>

  • Starfsáætlun

    Hér er hægt að lesa starfsáætlunina fyrir skólaárið 2020-2021

    Starfsáætlun_Klambrar_2020-2021pdf.pdf

    Lesa ··>

Leikskólinn Klambrar

Háteigsvegur 33, 105 Reykjavík
 411-3970
klambrar@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning