Við munum halda upp á föstuinnganginn hátíðlegan. Á bolludaginn, mánudaginn 28. febrúar, þá verða allskyns bollur á boðstólum. Hollar og matarmiklar í hádeginu og sætar og saðsamar í nónhressingu.
Á sprengidaginn 1. mars þá verðum við með saltkjöt og baunir.
Öskudaginn, miðvikudaginn 2. mars, þá mega börnin koma í búningum eða náttfötum ef þau vilja. Við verðum með öskudagsball að hætti Klambra.