Við héldum upp á Þorrann hér á Klömbrum í dag í tilefni af Bóndadeginum. Það var boðið upp á smakk af þorramat með kjötsúpunni í hádeginu. Það vakti mismikla kátínu. En það voru nokkur mjög hugrökk börn sem prufuðu hákarlinn. Til þess að gera daginn extra skemmtilegan, því að við gátum ekki boðið pöbbum og öfum þetta árið, þá fengum við okkur vöfflur í nónhressingu. Það sló í gegn. 😊