Á Holti eru eins til tveggja ára börn. Sími: 6647322
Starfsfólk
Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir deildarstjóri
Deildarstjóri
Ragnheiður útskrifaðist með B.A. próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði árið 2010 frá Háskólanum að Bifröst. Hún mun útskrifast sem leikskólakennari árið 2021 og er auk þess með M.a. í menningarfræði. Ragnheiður hóf störf í Klömbrum í janúar 2014.
Marta Wielewicka
Leikskólakennari
Marta er með Ba gráðu í leikskólafræðum frá Háskólanum í GDansk. Hún hefur unnið sem kennari í Tungumálaskólum í Póllandi að kenna ungum börnum ensku. Hún hóf störf á Klömbrum haustið 2019. Marta er okkar tengiliður við pólskamælandi foreldra í leikskólanum.
Kristín Þóra Gunnlaugsdóttir
Kristín Þóra er komin aftur heim á Klambra. Hún var að vinna hjá okkur frá 2013-2015. Kristín Þóra er í námi í Uppeldis og menntunarfræði í Háskóla Íslands. Hún er 50% stöðu inn á Holti með skóla í vetur.
Friederike Börner
Leiðbeinandi.
Frikka er með Ba- gráðu í ensku og þýsku frá Háskólanum í Potsdam, Þýskalandi. Hún vann sem ensku og þýskukennari leikskólum í Japan í sjö ár. Frikka kemur hingað á Klambra með fulla vasa af reynslu og áhuga að læra íslensku. Hún byrjaði á Klömbrum ágúst 2020 og verður í afleysingum.
Bríet Davíðsdóttir
Leikskólaleiðbeinandi
Bríet er lærður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands með víðtæka reynslu á vinnumarkaðinum. Bríet hóf störf á Klömbrum í nóvember 2020.