Nýjar tilslakanir
Nýjar tilslakanir tóku gildi þann 24. febrúar. Foreldrar mega núna koma inn í leikskólabygginguna með grímu. Blöndun á milli sóttvarnahólfa í fataklefanum er heimil.
Við viljum minna á starfsdaginn sem er 5. mars næstkomandi.
Klambrar er hnetulaus leikskóli!
Kæru foreldrar
Leikskólinn Klambrar er orðin hnetulaus leikskóli. Það er mjög mikilvægt að engin komi með hnetur né neitt sem inniheldur hnetur í leikskólann. Ástæðan fyrir þessu er að nokkur börn í leikskólanum eru með bráðaofnæmi. Gætum varúðar.
Bestu kveðjur
Starfsfólk Klambra.
Föstuinnangur
Við munum halda upp á föstuinnganginn hátíðlegan. Á bolludaginn, mánudaginn 15. febrúar, þá verða allskyns bollur á boðstólum. Hollar og matarmiklar í hádeginu og sætar og saðsamar í nónhressingu.
Á sprengidaginn 16. febrúar þá verðum við með saltkjöt og baunir.
Öskudaginn, miðvikudaginn 17. febrúar, þá mega börnin koma í búningum eða náttfötum ef þau vilja. Við verðum með öskudagsball að hætti Klambra.
Sumarfrí
Niðurstaða hefur fengist sumarleyfiskönnunni.
Lokað verður í 4 vikur frá og með
miðvikudeginum 7.júlí til og með miðvikdeginum 5.ágúst.
Við opnum aftur fimmtudaginn 5. ágúst kl. 7:30
The parent council has decided that the playschool will
close for summer hollidays on july 7th.It will open again at 07:30 o´clock on thursday, august 5th
.
Ertu að fara heim?
Breytingar á reglum í fataklefanum tóku í gildi í dag. Núna mega forráðamenn koma inn í fataklefann seinnipart dags. Eingöngu fjórir aðstandendur í einu í hverju sóttvarnahólfi. Það er enþá grímu og sprittskylda. Þegar inn er komið þá er hringt á dyrabjöllu á millihurð til þess að fá aðstoð kennara.
Are you going home? The clothing room is open in the afternoon. Mask and hand sanitizer is required. Only four at a time. Press the doorbell in the clothing room for teacher assistance.