Leikskólastarf

 • Átthagar

  Við eflum þekkingu og virðingu barnanna fyrir nærumhverfi sínu með umræðum og skoðunarferðum. Yngstu börnin fara í styttri ferðir í nánasta umhverfi leikskólans en með hækkandi aldri er farið í sífellt lengri ferðir. Þannig reynum við að færa börnin nær náttúrunni og stuðla að umræðum um hvað náttúran sé og hvar hún sé og hvað tilheyri henni. .

  Útikennsla er á öllum deildum og njótum við þar góðs af nágrenni Klambra. Vatnshóllinn beint á móti okkur er nýttur undir hvers konar leiki og svo eigum við eldfjallið okkar góða í Holtinu við hlið Sjómannaskólans þar sem að áður voru saltfiskreitir. Einnig er Klambratúnið nálægt en þar er endalaus uppspretta verkefna. Markmið okkar er að eflast enn frekar í útikennslu og þróa hana í takt við áhuga og atburði líðandi stundar.

  Svæðið vestan við Sjómannaskólann, sem eru gamlir saltfiskreitir, kalla börnin eldfjallið og er það menningarverðmæti sem börnin í Klömbrum kunna að meta. https://vimeo.com/97408102

  Lesa ··>

 • Dagskipulag

  Dagskipulagið byggist á þremur þáttum; Daglegum venjum, hópastarfi og leiktíma þar sem börnin velja sér svæði.

  Lesa ··>

 • Einingakubbar

  Einingakubbar þessir eru hannaðir af Caroline Pratt sem var barnakennari í New York fylki í kringum aldamótin 1900.

  Lesa ··>

 • Jólakveðja

  Kæru foreldrar,

  Framundan er sá tími sem börn bíða eftir með gleði og spennu í hjarta. Við hvetjum ykkur til að nýta frítímann til að njóta með börnum ykkar. Einnig er notalegt að vita til þess að þurfa ekki að rífa sig framúr á köldum og dimmum morgnum og geta kanski lúrt aðeins lengur. Samkvæmt úttekt OECD eru íslensk börn lengstan dag á leikskólanum, í litlu rými og flesta daga ársins. Ung börn þurfa frí frá áreitum leikskólalífsins og vera með foreldrum sínum og fjölskyldu. Við hvetjum ykkur til að njóta hátíðanna með börnunum ykkar og skapa góðar minningar sem þau taka með sér út í lífið. Geðtengslamyndun foreldra og barna er ómetanlegur grunnur fyrir barnið að byggja á til að öðlast öryggi og góða sjálfsmynd. Þau elska að fá óskipta athygli foreldra sinna til dæmis með því að fara í göngutúr, púsla, spila, lesa og leika saman.

  Með þessum orðum óskum við ykkur gleðilegra jóla og þökkum fyrir samveru og gott samstarf á árinu sem er að líða.

  Jólakveðja frá starfsfólki á Klömbrum.

  https://www.facebook.com/samanhopurinn/

  Lesa ··>

 • Könnunarleikur

  Könnunarleikur er aðferð sem skilgreind hefur verið sem afbrigði náms sem stuðlar að því að barnið finnur út hlutina á sinn eigin hátt og á eigin forsendum. 

  Lesa ··>

 • Leikskólalög Klambra

  Afi minn og amma mín

  Afi minn og amma mín,út á Bakka búa.
  Þau eru bæði sæt og fín
  þangað vil ég fljúga.

  Afi minn og amma mín,
  fóru út að hjóla.
  Afi datt í drullupoll,
  en amma fór að spóla

  .
  Allir krakkar

  Allir krakkar, allir krakkar
  eru’ í skessuleik.
  Má ég ekki, mamma,
  með í leikinn þramma.
  Mig langar svo, mig langar svo
  að lyfta mér á kreik.
  Allir krakkar, allir krakkar
  eru að fara heim.
  Heim til pabba og mömmu,
  Líka afa og ömmu.
  Allir krakkar, allir krakkar eru að fara heim.
  Allir krakkar, allir krakkar
  eru að fara út.
  út með skóflu og fötu,
  en ekki út á götu.
  Allir krakkar, allir krakkar eru að fara út.

   

  Allur matur

  Allur matur á að fara
  upp í munn og ofan í maga.
  Heyrið það, heyrið það,
  svo ekki gauli garnirnar

   

  Bátasmiðurinn

  Ég negli og saga og smíða mér bát.
  og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
  Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
  ég fjörugum fiskum með færinu næ.

   

  Bjarnastaðabeljurnar

  Bjarnastaðabeljurnar
  þær baula mikið núna.
  Þær eru að verða vitlausar
  það vantar eina kúna.
  Það gerir ekkert til,
  það gerir ekkert til,
  hún skrapp bara aðeins á klósettið

   

  Bumbukarlinn

  Ég er karl með stóra bumbu
  sem ég nota eins og trumbu
  Bom bo rom bom
  Bom Bo rom bom bom bomm
  Það er ekki gott að ganga
  þegar bumban fer að hanga
  bom bo……………………………
  Það er líka vont að hoppa
  þegar bumban fer að skoppa
  bom bo……………………………..
  Það er ekki hægt að hlaupa
  hætta verð ég nammi´að kaupa
  Bom bo…………………
  En þá hverfur þessi bumba
  sem er alveg eins og trumba
  Bo bom………………..
  Eeeen
  það er svo gott að hafa bumbu
  sem ég nota eins og trumbu
  Bom bo………………………

   

  Dagarnir og mánuðirnir

  Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
  miðvikudagur og fimmtudagur,
  föstudagur og laugardagur
  og þá er vikan búin.
  Janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
  september, október, nóvember og desember 

   

  Ding dong

  Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag
  Ding dong, sagði lítill grænn froskur.
  Ding dong, sagði lítill grænn froskur einn dag
  og svo líka ding dong doj jo jo jo jo.

  Um a, sagði lítil græn eðla einn dag.
  Um a, sagði lítil græn eðla.
  Um a, sagði lítil græn eðla einn dag
  og svo líka um a (tungan).

  King kong, sagði stór svartur api einn dag.
  King kong, sagði stór svartur api.
  King kong, sagði stór svartur api einn dag
  og svo líka king kong (barið á brjóst).

   

  Dúkkan hennar Dóru

  Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
  Hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt, fljótt, fljótt.
  Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt.
  Hann bankaði á hurðina, tatt, tatt tatt, tatt.
  Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus;
  hún strax skal í rúmið og ekkert raus.
  Hann skrifaði niður hvaða pillur hún skyldi fá. “Ég kem aftur á
  morgun, ef hún er enn veik þá.”

  Draugalagið

  Hátt upp á lofti þar búa draugar

  draugapabbi, draugamamma og litli vasaklútur.
  Bú! segir draugababbi, bú! segir draugamamma,
  en hann litli vasaklútur segir bara aaatjú,

   

  Dvel ég í draumahöll

  Dvel ég í draumahöll
  og dagana lofa.
  Litlar mýs um löndin öll
  liggja nú og sofa.
  Sígur ró á djúp og dal,
  dýr til hvílu ganga.
  Einnig sofna skolli skal
  með skottið undir vanga.

   

  Einn lítill, tveir litlir fingur

  Einn lítill,
  tveir litlir,
  þrír litlir fingur,
  fjórir litlir,
  fimm litlir
  sex litlir fingur,
  sjö litlir,
  átta litlir,
  níu litlir fingur,
  tíu litlir fingur á höndum.

  Tíu litlir,
  níu litlir,
  átta litlir fingur,
  sjö litlir,
  sex litlir,
  fimm litlir fingur,
  fjóri litlir,
  þrír litlir, tveir litlir
  einn lítill fingur á hendi.

   

  Ég á gæludýr

  Ég á gæludýr, og það er kisa.
  Hún segir:"Mjá mjá mjá mjá mjá".

  Ég á gæludýr, og það er hundur.
  Hann segir: "Voff, voff, voff, voff, voff".

  Ég á gæludýr, og það er fiskur.
  Han segir: "Blúbb, blúbb, blúbb, blúbb, blúbb".

  Ég á gæludýr, og það er fugl.
  Hann segir: "Bí, bí, bí, bí, bí".

  Ég á gæludýr, og það er lamb
  Það segir: "Mee, mee, mee, mee, mee".

  Ég á gæludýr, og það er api.
  Hann segir "Ú-ú, a-a, ú-ú, a-a, ú".

   

  Ég er gula blómið fína

  Ég er gula blómið fína, Blómið fína
  Gulu blöðin vil ég sýna, Vil ég sýna
  Kátir krakkar klöppum saman, Klöppum saman
  Ofsalega er nú gaman, er nú gaman.

  Einnig er sungið um bláa, rauða osfrv.

   

  Fimm litlir apar

  Fimm litlir apar sátu upp' í tré
  þeir voru að stríða krókódíl,
  þú nærð ekki mér.
  Þá kom hann herra krókódíll
  hægt og rólega
  og ammnammnammnammnammnamm.
  Fjórir litlir apar sátu.....
  Þrír litlir apar sátu .....
  Tveir litlir apar sátu .....
  Einn litill api sat .....
  Enginn lítill api situr upp í tré
  og er að stríða krókódíl,

   

  Fiskarnir tveir

  Hafi þið heyrt söguna um fiskana tvo
  sem ævi sína enduðu í netinu svo.
  Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
  en mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.
  Ba-ba-bú-bú-ba-ba-ba,
  Ba-ba-bú-bú-ba-ba-ba.
  Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
  en mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.
  Annar hét Gunnar en hinn hét Geir,
  þeir voru ósköp litlir, báðir tveir.
  Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
  en mamma þeirra sagði; vatnið er kalt.
  Ba-ba-bú-bú-ba-ba-ba,
  Ba-ba-bú-bú-ba-ba-ba.
  Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
  en mamma þeirra sagði; vatnið er kalt

   

  Fljúga hvítu fiðrildin

  Fljúga hvítu fiðrildin,
  fyrir utan glugga.
  Þarna siglir einhver inn,
  ofurlítil dugga..
  Sigga litla systir mín,
  situr út í götu.
  Er að mjólka ána sín,
  í ofurlitla fötu

   

  Frú Könguló

  Um vef sinn labbar Frú Könguló.
  Um vef sinn labbar Frú Könguló.
  Um vef sinn labbar Frú Könguló.
  Hún ætlar að ná sér í flugu.

  Fyrst nær hún sér í eina!
  Svo nær hún sér í tvær!

  (upp að þeim fjölda sem
  börnin hafa ákveðið)

  Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
  Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
  Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
  Og sefur í alla nótt

   

  Fyrst á réttunni

  Fyrst á réttunni , svo á röngunni
  tjú, tjú, trallalla.
  Fyrst á réttunni , svo á röngunni
  tjú, tjú, trallalla.

   

  Gulur, rauður ...

  Gulur, rauður, grænn og blár
  svartur, hvítur, fjólublár.
  Brúnn bleikur banani
  appelsína talandi.
  Gulur, rauður, grænn og blár
  svartur, hvítur, fjólublár.

  Hreyfa-frjósa lagið

  Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur
  hreyfa litla fingur og frjósa eins og skot.
  Hreyfa lítinn nebba……..
  Hreyfa lítinn maga………
  Hreyfa litla rassa………..

  Krókódíll í lyftunni minni

  Það er krókódíll í lyftunni minni.
  Ég er svolítið smeyk við hann.
  Það er krókódíll í lyftunni minni,
  og hann getur étið mann!

  Krókódíll, förum á fyrstu hæð.
  (aðra/þriðju/fjórðu/fimmtu)
  Þú færð ekki að éta mig,
  því að það er ég sem ræð!

   

  Krumminn á skjánum

  Krumminn á skjánum,
  kallar hann inn:
  “gef mér bita’af borði þínu,
  bóndi minn!”
  Bóndi svara býsna reiður:
  “Burtu farðu, krummi leiður.
  Líst mér að þér lítill heiður,
  ljótur ertu’á tánum,
  Krumminn á skjánum.”

  Lagið um líkamann

  Er þetta penni? - Nei, þetta er enni.
  Er þetta kaka? -Nei, þetta er haka.
  Er þetta Stebbi? - Nei, þetta er nebbi.
  Er þetta Unnur? - Nei, þetta er munnur.
  Er þetta tár? - Nei, þetta er hár.
  Er þetta lunga? - Nei, þetta er tunga.
  Er þetta skinn? - Nei, þetta er kinn.
  Er þetta önd? - Nei, þetta er hönd.
  Er þetta slingur? - Nei, þetta er fingur.
  Er þetta hagi? - Nei, þetta er magi.
  Eru þetta skæri? - Nei, þetta er læri.
  Er þetta tré? - Nei, þetta er hné.
  Er þetta gil? - Nei, þetta er il.
  Er þetta ká? - Nei, þetta er tá.
  Er þetta skass? - Nei, þetta er rass.

   

  Lagið um vikudagana

  Sunnudagur og sitja saman
  Mánudagur og Mannfreð bakar
  Þriðjudagur og þvott á snúru.
  Miðvikudagur og mæðir á.
  Fimmtudagur og fara í heimsókn.
  Föstudagur og fullt að kaupa.
  Laugardagur og laga til
  1,2,3,4,5,6,7
  dagar og kallast vika

   

  Óskasteinar

  Fann ég á fjalli fallega steina
  Faldi þá alla vildi þeim leyna
  Huldi þar í hellisskúta heillasteina
  Alla mína unaðslegu heillasteina

  Langt er nú síðan leit ég þá steina
  Lengur ei man ég óskina neina
  Að þeir skildu uppfyllast um ævidaga
  Ekki frá því skýrir þessi litla saga

  Fann ég á fjalli fallega steina
  Faldi þá alla vildi þeim leyna

  Gersemar mínar græt ég ei lengur
  Gæti þær fundið telpa eða drengur
  Silfurskæra kristalla
  með grænu og gráu
  Gullna roðasteina
  Rennda fjólubláu

  Fann ég á fjalli fallega steina
  Faldi þá alla vildi þeim leyna

   

  Nammilagið

  Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó
  Rosalegt fjör yrði þá
  Ég halla mér aftur, rek tunguna út,
  a-ha-a-ha-a-ha-a-ha-a-ha
  rosalegt fjör yrði þá.
  Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmí
  Rosalegt fjör yrði þá
  Ég halla mér aftur, rek tunguna út,
  a-ha-a-ha-a-ha-a-ha-a-ha
  rosalegt fjör yrði þá
  Ef snjórinn væri úr sykurpúða og poppi
  Rosalegt fjör yrði þá
  Ég halla mér aftur, rek tunguna út,
  a-ha-a-ha-a-ha-a-ha-a-ha
  rosalegt fjör yrði þá

   

  Stafrófið

  A, b, c, d, e, f, g,
  eftir kemur h, í, k,
  l, m, n, o einnig p,
  ætla ég q þar standi hjá.

  R, s, t, u, v, eru þar næst,
  x, y, z, þ, æ, ö.
  Allt stafrófið er svo læst
  í erindin þessi lítil tvö.

   

  Stóra brúin

  Stóra brúin fer upp og niður,
  upp og niður, upp og niður,
  stóra brúin fer upp og niður,
  allan daginn!

  Bílarnir aka yfir brúna,
  yfir brúna, yfir brúna.
  Bílarnir aka yfir brúna,
  allan daginn!

  Skipin sigla undir brúna,
  undir brúna, undir brúna.
  Skipin sigla undir brúna,
  allan daginn!

  Flugvélar fljúga yfir brúna,
  yfir brúna, yfir brúna.
  Flugvélar fljúga yfir brúna,
  allan daginn!

  Fiskarnir synda undir brúna,
  undir brúna, undir brúna.
  Fiskarnir synda undir brúna,
  allan daginn!

  Börnin ganga yfir brúna,
  yfir brúna, yfir brúna.
  Börnin ganga yfir brúna,
  allan daginn!

   

  Strætisvagninn

  Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
  hring, hring, hring, hring, hring, hring.
  Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
  út um allan bæinn.

  Dyrnar á strætó opnast út og inn,
  út og inn, út og inn.
  Dyrnar á strætó opnast út og inn,
  út um allan bæinn.

  Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,
  kling, kling, kling, kling, kling, kling.
  Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,
  út um allan bæinn.

  Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,
  bla. bla, bla, bla, bla, bla
  Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,
  út um allan bæinn.

  Krakkarnir í strætó segja uhuhu,
  uhuhu uhuhu
  Krakkarnir í strætó segja uhuhu,
  út um allan bæinn.

  Bílstjórinn í strætó segir shh, shh, shh,
  shh, shh, shh, shh, shh, shh
  Bílstjórinn í strætó segir shh, shh, shh,
  út um allan bæinn

  Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
  hring, hring, hring, hring, hring, hring
  Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
  út um allan bæinn

   

  Uglulagið

  Það var gömul ugla
  með oddhvasst nef,
  tvö lítil eyru
  og átta litlar klær.
  Hún sat uppi' í tré
  og svo komst þú,
  Þá flaug hún í burtu'
  og sagði: "Ú-ú-ú".

  Upp á fjall

  Upp, upp, upp á fjall
  upp á fjallsins brún.
  Niður, niður, niður, niður
  alveg nið'rá tún.

   

  Upp á grænum

  Upp á grænum, grænum himinháum hól
  sá ég héra hjónin ganga.
  Hann með trommu bombombomborombombom
  hún með fiðlu sér við vanga.

  Þá læddist að þeim ljótur byssukarl,
  sem miðaði í hvelli.
  En hann hitti bara trommuna sem small,
  og þau hlup'og héldu velli.

   

  Vertu til

  Vertu til er vorið kallar á þig.
  vertu til að leggja hönd á plóg.
  Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig
  :,:sveifla haka og rækta nýjan skóg.:,: hey!

   

  Við klöppum öll í einu

  Við klöppum öll í einu
  Við klöppum öll í einu,
  Við klöppum öll í einu, Við klöppum öll í einu,
  Það líkar okkur vel!
  (stöppum, hoppum, grátum, hlæjum, sofum, hvíslum, smellum o.s.frv.)

  Við erum vinir
  Við erum vinir
  ég og þú
  Við leikum okkur saman
  ég og þú

   

  Indíánalagið

  Einn og tveir og þrír indíánar
  fjórir fimm og sex indíánar
  sjö og átta og níu indíánar
  tíu indíánar í skóginum.
  Allir voru með byssu og boga
  allir voru með byssu og boga
  allir voru svo kátir og glaðir
  þeir ætluðu að veiða björninn.
  Uss, þarna heyrðist eitthvað braka
  uss, þarna heyrðust fuglar kvaka
  fram kom stóri og grimmi björninn
  þá hlupu þeir heim til sín.
  Þá hlupu:
  Einn og tveir og þrír indíánar
  fjórir fimm og sex indíánar
  sjö og átta og níu indíánar
  en einn indíáninn varð eftir.
  Hann var ekki hræddur við stóra björninn
  Bang, hann skaut og hitti björninn,
  svo tók hann af honum allan haminn
  og hélt aftur heim til sín.
  Þá komu:
  Einn og tveir og þrír indíánar
  fjórir fimm og sex indíánar
  sjö og átta og níu indíánar
  allir að skoða björninn

   

  Í leikskóla er gaman

  Í leikskóla er gaman
  þar leika allir saman
  leika úti og inni
  og allir eru með.

  Að hnoða leir og lita
  þú ættir bara að vita
  hvað allir eru duglegir
  í leikskólanum hér.

   

  Þrisvar sinnum smell

  Þrisvar sinnum smell
  Syngjum ofurblítt ( la la la la la)
  Kinka svo kolli
  Smellum lágt í góm
  Hendurnar upp og hreyfa til og frá
  En ekki hafa hátt (ss shshs hs)
  Ekki hafa hátt. ( sh shs hs hs )

   

  Þumalfingur, hvar ert þú?

  Þumalfingur, þumalfingur hvar ert þú?
  Hér er ég, hér er ég.
  Góðan daginn, daginn, daginn.

   

  Vísifingur, vísifingur hvar ert þú?

  Hér er ég, hér er ég.
  Góðan daginn, daginn, daginn.

  Langatöng, langatöng hvar ert þú?
  Hér er ég, hér er ég.
  Góðan daginn, daginn, daginn.

  Baugfingur, baugfingur hvar ert þú?
  Hér er ég, hér er ég.
  Góðan daginn, daginn, daginn.

  Litlifingur, litlifingur hvar ert þú?
  Hér er ég, hér er ég.
  Góðan daginn, daginn, daginn.

  Lesa ··>

 • Molta og gróðurinn

  Molta og gróðurinn

  Á Klömbrum skiptast deildirnar á um að bera ábyrgð á moltunni. Við hverja deild eru fötur þar sem að lífrænum úrgangi er safnað saman sem og við matarvagna á matmálstímum. Hver deild sér um moltuna í tvær vikur í senn og eru börnin virkir þátttakendur í ferlinu. Með aðstoð kennara safna þau saman lífræna úrganginum, færa hann út í moltutunnurnar og sjá til þess að vel sé hrært í þeim.

  Einn af vorboðum Klambra er gróðursetningartímabilið. Þá fara allar deildir á stúfana og verða sér út um eggjabakka og mold og gera ýmsar tilraunir með gróðursetningar. Við setjum niður allavega fræ, bæði aðkeypt sem og það sem fellur til í eldhúsinu. Elstu börnin skoða hvernig fræ spíra og reyna að fá ýmiss konar baunir til.  Markvisst er unnið með hugmyndir um hvernig plöntur og tré verði til og hvað þau þurfi til að lifa. Börnin hirða  um trén og blómin á leikskólalóðinni og setja niður kartöflur og taka upp. Markmiðið er að börnin komið sjálf fram með hugmyndir um vökvun og áburð og öðlist þannig lifandi áhuga og skilning á ferlinu.

  Hér eru myndbönd sem börnin eru að sýna moltugerð á Klömbrum. https://vimeo.com/187304618 og https://vimeo.com/187304593

  Lesa ··>

 • Val / Leiktími

  Leiktími eða val fer þannig fram að valfundur er haldinn þar sem börnin velja sér svæði til að leika sér á.

  Lesa ··>

Prenta | Netfang