Foreldrafélag

Í Klömbrum er starfandi foreldrafélag. 
Foreldrafélagið stendur fyrir ýmsum uppákomum á ári hverju með það að markmiði að auka fjölbreytileika hjá börnunum t.d. með aðkeyptum listamönnum í leikskólann og sameiginlegum viðburðum með foreldrum og börnum. Miðað er að því að viðburðir félagsins styrki samstarf milli foreldra og skóla og er því yfirleitt gert ráð fyrir að foreldrar taki þátt í því sem gert er á vegum félagsins.   

Við hvetjum alla til þess að borga í foreldrafélagið til þess að tryggja áframhaldandi gott starf félagsins. Gjald fyrir hvert barn er 5.000 kr. fyrir árið, 6.000 fyrir systkini.

Bankanúmer foreldrafélagsins er 0301-29-3240 kennitala 481102-3240. Í stjórn Foreldrafélags Klambra sitja 6 foreldrar sem eru kosnir á foreldrafundi að hausti. Foreldrar barna í Klömbrum geta haft samband við fulltrúana vegna mála sem þeir vilja láta taka upp innan félagsins.Tilgangur félagsins er að efla samstarf heimila og skóla. 

Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2018-2019:

Steinunn Benediktsdóttir

Hulda Signý Gylfadóttir

Elfar Þór Bragason

Jón Otti Sigurðsson

 

 

Prenta | Netfang