Velkomin á Klambra

Article Index

Leiðarljós leikskólans: Klambraandinn

Starfsgleði og jákvæðni

Við sköpum börnunum gleðiríkt umhverfi þar sem þau finna starfsgleði sína í leiknum. Kennarar skuldbinda sig til þess að vinna að því af heilum hug að björtu hliðarnar ráði ríkjum til þess að nám barnanna verði þroskandi, gefandi og skemmtilegt.

Gagnrýnin og skapandi hugsun

Við bjóðum börnunum upp á leikefni sem gefur þeim tækifæri til þess að njóta meðfæddra hæfileika sinna til þess að skapa leikinn sjálf. Því er lítið um hefðbundin leikföng sem fela í sér fyrirframgefnar lausnir. 

Öryggi og traust

Umhverfi leikskólans er skapað þannig að börnin finni til öryggis. Einstaklingurinn fær að njóta sín innan hópsins og kennarinn fylgist grannt með þörfum og líðan hvers barns. Gagnkvæm virðing og traust ríkir á milli heimilis og skóla.