Velkomin á Klambra

Article Index

Staðsetning

Einu sinni hét Miklatún Klambratún vegna þess að þar var bóndabær sem hét Klambrar. Við erum ekki alveg á sama stað en nógu nálægt til þess að ferðast um og leika okkur á túninu. Þið finnið okkur með því að líta eftir turnunum á Háteigskirkju og Sjómannaskólanum. Við erum á jarðhæð stúdentagarðanna austan kirkju og sunnan skóla. Þá þekkið þið okkur á skiltunum heimagerðu við inngangana.

Leikskólinn er til húsa á jarðhæð stúdentagarða BN (Byggingafélag námsmanna) við Háteigsveg 33 í Reykjavík.