Velkomin á Klambra

Article Index

Um leikskólann

Leikskólinn Klambrar hóf starfssemi í maí 2002. Klambrar er fjögurra deilda leikskóli þar sem eru 84 börn samtímis og stöðugildi eru um 18. Deildir leikskólans eru fjórar og heita Hlíð, Holt, Tún og Teigur. Börnin í Klömbrum eru á aldrinu frá eins árs til 6 ára.

Í Klömbrum leggjum við okkur fram um að skapa þannig andrúmsloft að það sé gott, gaman og menntandi að vera í leikskólanum hvort sem maður er barn eða fullorðinn.

Rekstraraðili er Reykjavíkurborg. Leikskólastjóri er Jónína Lárusdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Þórunn Júlíusdóttir.

skifurit-001